Þátttaka og staða kvenna í stjórnmálum

Þátttaka og staða kvenna í stjórnmálum

Upplýsingar um þátttöku og stöðu kvenna í stjórnmálum á vestnorræna málsvæðinu.

Danmörk

Danmörk hefur verið lýðveldi síðan 1849 en það var ekki fyrr en 1915 að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til þings. Í dag eru konur 45,3% þingmanna á danska þinginu. Það þýðir þó ekki að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð þegar kemur að stjórnmálaþátttöku.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna í stjórnmálum í Danmörku.

Ligestilling i kommunerne. Miljø- og Ligestillingsministeriet. Á dönsku.
Stöðuskýrsla um jafnrétti og stjórnmálaþátttöku kvenna á sveitarstjórnarstigi í Danmörku.

Fremgang og stilstand i toppen af dansk politik. Tinne Steffensen og Lumi Zuleta. Institute for Human Rights. 2022. Á dönsku.
Skýrsla frá Mannréttindastofnun Danmerkur um stjórnmálaþátttöku kvenna og fólks af erlendum uppruna, í þingkosningum 2022 og stjórnarkosningum 1988 til 2022.

Kvinder i politik. Folketinget. Á dönsku.
Söguleg yfirferð yfir stjórnmálaþátttöku kvenna, gefið út af danska þinginu.

Færeyjar

Árið 2024 voru konur 44% af ríkisstjórn Færeyja, 30% af þingmönnum og 36% af sveitarstjórnum. Markvisst er unnið að því aö fjölga konum í færeyskum stjórnmálum. Jona Henriksen og Karin Kjølbro voru fyrstu konur til að vera kosnar á færeyska þingið og árin 1993 til 1994 gegndi Marita Petersen embætti forsætisráðherra Færeyja.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna í stjórnmálum í Færeyjum.

„Ymiskar fortreytir. Ein lýsing av vantandi javnstøðuni í Føroyum“, Javnaðarflokkurin á Fólkatingi, 2020. Á færeysku.
Lýsing á því ójafnrétti sem ríkir í Færeyjum, með áherslu á stjórnmálaþátttöku, stjórnsýslu og lýðræði, nefndir og ráð.

„Gallup veljarakanning fyri Demokratia“, Demokratia, 2022. Á færeysku.
Tölfræði um áhrif kyns á stjórnmálaþátttöku og kosningar í Færeyjum.

Demokratia. Á færeysku.
Vefsíða Demokratia, samtök sem skipuleggur þverpólitíska viðburði til að efla stöðu kvenna í áhrifastöðum á vettvangi stjórmála.

Grænland

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna í stjórnmálum í Grænlandi.

Intervention to CEDAW. Sarah Olsvig. 2021. Á ensku. 
Bréf frá Mannréttindastofnun Grænlands til kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, CEDAW, um þátttöku kvenna og stúlkna í stjórnmálum og samfélaginu.

Major challenges await Greenland’s new minister for gender equality. NIKK, 2018. Á ensku. 
Viðtal við Inge Olsvig Brand, formann Jafnréttisráðs Grænlands.

Greenland. Global Media Monitoring Project, 2021. Á ensku. 
Skýrsla um konur og kyn í fjölmiðlum í Grænlandi árið 2021.

Ísland

Ísland var fyrsta landið í heimi sem kaus konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, Vigdísi Finnbogadóttur árið 1980. En það var ekki fyrr en 2009 að fyrsta konan varð forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Árið 2024 var hlutfall kvenna á þingi 47,6% og 50,4% á sveitastjórnarstigi.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna í stjórnmálum á Íslandi.

Doing and Becoming: Women‘s Movements and Personhood in Iceland 1870-1990. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Háskóli Íslands, 1997. Á ensku.
Saga kvennabaráttunnar á Íslandi, aðgerðum og hugmyndafræði, frá lokum nítjándu aldarinnar til loka hinnar tuttugustu.

From Feminism to Class Politics: The Rise and Decline of Women‘s Politics in Reykjavik. Auður Styrkársdóttir. Umeå University, Svíþjóð, 1998. Á ensku.
Ritgerð sem skoðar kvenréttindabaráttuna í samhengi við flokkapólitík og feðraveldið á Íslandi á árunum 1908 og 1926. Það var á þessum árum sem konur á Íslandi buðu sig fyrst fram í sérstökum kvennalistum.

Women’s Suffrage in Iceland. Kvennsasögusafnið. Á ensku. 
Stutt grein um hvernig konur á Íslandi fengu kosningarétt árið 1915, á vef Kvennasögusafnsins.

Power and Influence. Hagstofa Íslands. Á ensku.
Vefsíða Hagstofu Íslands með lykiltölur um konur og karla í stjórnmálum og í dómskerfinu árið 2019.

Women in Parliament. Alþingi. Á ensku.
Vefsíða Alþingis um fjölda kvenna á þingi í gegnum tíðina.