Samtvinnuð mismunun

Samtvinnuð mismunun

Upplýsingar um samtvinnaða mismunun á vestnorræna málsvæðinu.

Danmörk

Misrétti ríkir í Danmörku. Fólk sem tilheyrir minnihlupahópum, til dæmis, glímir við mismunun á vinnumarkaði, í samfélaginu og á samfélagsmiðlum. 45% innflytjenda sem koma utan Vesturlanda og afkomendur þeirra hafa upplifað mismunun á grundvelli uppruna síns.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um samtvinnaða mismunun á Íslandi.

Mino Think. Mino Danmark. Á dönsku.
Skýrsla frá Mino Denmark, félagasamtök sem vinna að því að efla samfélagsþátttöku Dana sem tilheyra minnihlutahópum, með því að auka tækifæri og efla rödd þeirra.

Køn og handicap. DH – Danske handicaporganisationer. Á dönsku.
Verkfærakista frá Öryrkjabandalagi Danmerkur með rannsóknum og upplýsingum um kyn og fötlun.

Reports by LGBT+ Denmark. LGBT+ Denmark. Á dönsku.
Ýmsar skýrslur frá LBGT+ Danmörk.

Færeyjar

Færeyjar eru lítið eyjasamfélag og í slíkum samfélögum er samtvinnuð mismunun oft vandamál. Mismunun á sér stað á ýmsan hátt í samfélaginu. Árið 2006 var innleidd í lög hin svokallaða rasismagrein 266b. Árið 2017 var lögfestur réttur fólks af sama kyni að giftast, en þegar lagafrumvarp um inngildingu var lagt fyrir færeyska þingið árið 2024 náði það ekki í gegn.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um samtvinnaða mismunun í Færeyjum.

„Den usynlige understrøm. Migration og tilhørsforhold blandt Færøernes LGBT+-minoriteter“. Firouz Gaini. Tidsskrift for kjønnsforskning, Universitetsforlaget. 2024. Á ensku.
Fræðigrein sem segir sögu og greinir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum frá fimmta áratugnum til dagsins í dag.

„Marriage Migrants to the Faroe Islands: An Analysis of the Life-World of Non-Western Women Married to the Faroe Islands“. PhD ritgerð hjá Rúnu Preeti Isfeld. Aalborg Universitet. 2019. Á ensku.
Doktorsritgerð um líf og samfélag kvenna sem eiga uppruna að rekja til utan Vesturlanda og eru giftar fólki frá Færeyjum.

„“Employers could use us, but they don’t“: voices from blue-collar workplaces in a norther periphery“. Anna-Elisabeth Holm, Bernadette O’Rourke, Mike Danson. Springer. 2019. Á ensku.
Fræðigrein sem rannsakar upplifun og reynslu innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til utan Norðurlandanna af færeyskum vinnumarkaði.

„Rætt til ríkisborgararætt?“ Javnaðarflokkurin á Fólkatingi. 2024. Á færeysku.
Skýrsla um ríkisborgararétt og innflytjendur í Færeyjum.

„“It’s like they have a cognitive map of relations’: Feeling strange in a small island community“. Hayfield, E. A., & Schug, M. Journal of intercultural studies. 2018. Á ensku.
Fræðigrein sem athugar hvernig innflytjendur upplifa lífið í Færeyjum.

Grænland

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um samtvinnaða mismunun í Grænlandi.

Human Rights in Focus. Report to Inatsiartut 2022-2023. Danish Institute for Human Rights, 2023. Á ensku, dönsku og grænlensku. 
Skýrsla Mannréttindastofnunar Danmerkur til Inatsisartut, grænlenska þingsins, um stöðu mannréttinda og kvenréttinda í Grænlandi, frá árinu 2023.

Mannréttindaráð Grænlands
Mannréttindaráð Grænlands er sjálfstæð stofnun sem eykur þekkingu á mannréttindamálum og hefur það hlutverk að efla og standa vörð um mannréttindi á Grænlandi.

Tilioq. Á grænlensku, dönsku og ensku.
Tilioq eru hagsmunasamtök sem vinna að réttindum, vellíðan og auknum tækifærum fyrir fólk með fötlun og berst fyrir bættri samfélagsþjónustu fyrir fólk með fötlun.

NIIK
NIIK eru grænlensk regnhlífasamtök fyrir félög fólks með fötlun.

Ísland

Fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt á Alþingi 1975, en það var ekki fyrr en 2018 að lög um bann við allri mismunun tóku gildi. Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi 2019.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um samtvinnaða mismunun á Íslandi.

“Always in Second Place”. Transnational Women in East-Iceland, Intersectionality and Gender Equality in the Regions. Margaret Anne Johnson. The University of Iceland, 2019. Á ensku.
Meistararitgerð um hvernig konur af ólíkum uppruna skilja kyn og jafnrétti þegar þær búa í landi með ólíka menningu, sérstaklega þegar þær búa á jaðarsvæðum.

LGBTI affairs. Stjórnarráðið í Íslandi. Á ensku. 
Vefsíða stjórnarráðsins um réttindi hinsegin fólks, þar á meðal upplýsingar um gildandi löggjöf og aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks frá 2022 til 2025.

Epistemic Violence Toward Immigrant Women in Iceland: Silencing, Smothering, and Linguistic Deficit. Jón Ingvar Kjaran, Brynja E. Halldórsdóttir. Nordic Journal of Migration Research, 2022. Á ensku.
Grein sem athugar hvernig frásagnir sem deilt var í #MeToo hreyfingunni á Íslandi sýna hvernig íslensk menning og stofnanir á Íslandi taka þátt í að þagga raddir kvenna af erlendum uppruna sem hafa þurft að þola ofbeldi.