Kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi
Upplýsingar um kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi á vestnorræna málsvæðinu.
Danmörk
Það er fjöldi laga sem tekur á ójafnrétti kynjanna í Danmörku. Þrátt fyrir þessi lög, þá er ofbeldi gegn konum stórt vandamál í Danmörku, rétt eins og öðrum löndum Evrópu.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi í Danmörku.
Unges forhold til og forståelse af samtykke og grænser i seksuelle situationer. Thea Gregersen, Anne Windolf-Nielsen and Marie Haarmark Nielsen. Sex & Samfund. 2021. Á dönsku.
Skýrsla frá Sex & samfund um skilning ungs fólks á samþykki og mörkum í kynlífi.
Danner. Á dönsku.
Krækjur í rannsóknir og skýrslur frá Danner, þekkingarmiðstöð sem berst fyrir heimi án ofbeldis gegn konum og börnum.
Partnervold i LGBT+-forhold. Oplevelser af partnervold og erfaringer med støttetilbud. Helle Max Martin, Josefine Frøslev-Thomsen and Juliane Birkedal Poulsen. Vive. 2022. Á dönsku.
Greining á ofbeldi í nánum samböndum hinsegin fólks, frá VIVE.
Færeyjar
Það er lítil þekking á ofbeldi í Færeyjum, og til þess að bregðast við því hefur verið virkjuð aðgerðaráætlun til að bregðast við ofbeldi í nánum samböndum og gildir sú áætlun frá 2023 til 2028. Tuttugu ólíkar aðgerðir hafa verið virkjaðar til að auka þekkingu á ofbeldi í Færeyjum og bregðast við því. Kynfrjósemisréttindi eru skert, þar sem þungunarrof er aðeins leyft undir þremur kringumstæðum: ef líf eða heilsa konu er í hættu; ef konu hefur verið nauðgað; eða ef fóstur er alvarlega skaðað. Á undanförnum árum hafa femínísk samtök í Færeyjum barist fyrir rétti til þungunarrofs.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi í Færeyjum.
„Study of violence“. Lögmannsskrifstofan. 2021. Á færeysku.
Rannsókn á ofbeldi í Færeyjum, frá 2021, gefið út af færeyska forsætisráðuneytinu.
„Violence in relationships and near relations“. The Ministry of Trade and Industry, Ministry of Social Affairs, Ministry of the Interior and Ministry of Health. 2011. Á færeysku.
Rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum í Færeyjum, gefin út árið 2011.
Kvennahúsið. Á færeysku og ensku.
Heimasíða Kvennaathvarfsins þar sem konur og börn þeirra geta leitað athvarfs og þjónustu hvenær sem er sólarhringsins..
„Autonomy’s double bind. The rhetorical intersection of geopolitics and biopolitics in Danish media coverage of Faroese abortion rights“. Doktorsritgerð. Turið Nolsøe, University of Copenhagen. 2023. Á ensku.
Doktorsritgerð um birtingarmyndir líkama í alþjóðastjórnmálum og dönskum fjölmiðlum í umfjöllun þeirra um rétt til þungunarrofs í Færeyjum.
„Reproductive manoeuvring: An ethnographic study about women’s abortion and other reproductive experiences in the Faroe Islands“. Doktorsritgerð. Turið Hermansdóttir. University of Aarhus. 2023. Á ensku.
Mannfræðirannsókn um reynslu kvenna af þungunarrofi og annarri meðgöngureynslu í Færeyjum.
Grænland
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi á Grænlandi.
Vold og seksuelle overgreb i Grønland. Et notat baseret på befolkningsundersøgelserne i Grønland. Christina Viskum, Lytken Larsen and Peter Bjerregaard. Statens Institut for Folkesundhed, 2019. Á dönsku.
Skýrsla frá lýðheilsustofnun Grænlands um kynbundið ofbeldi og annað ofbeldi í Grænlandi.
Human Rights in Focus. Report to Inatsiartut 2022-2023. Danish Institute for Human Rights, 2023. Á ensku, dönsku og grænlensku.
Skýrsla Mannréttindastofnunar Danmerkur til Inatsisartut, grænlenska þingsins, um stöðu mannréttinda og kvenréttinda í Grænlandi, þar á meðal kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi, frá árinu 2023.
Spiralkampagnen (podcast). DR. Á dönsku.
Rannsókn danska ríkisútvarpsins um grænlenska lykkjumálið, þar sem danskir læknar í Grænlandi settu lykkjur í alltað helming grænlenskra kvenna og stúlkna á barneignaaldri á sjöunda og áttunda áratugnum, í margar þeirra án samþykkis.
Speaking up for women in Greenland spiral-case: “We were frozen in our bodies for decades”. UNRIC, 2024. Á ensku.
Grein á UNRIC, fréttavef Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, um lykkjumálið í Grænlandi og viðtal við Naja Lyberth, þolanda í málinu.
Ísland
Rannsóknir hafa sýnt að 40 kvenna á Íslandi hafa þurft að þola líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi á ævinni og 32% hafa verið beittar kynferðislegri áreitni á vinnumarkaði. Konur sem óska þess eiga rétt á að enda þungun fram að lokum 22. viku.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og kynfrjósemisréttindi á Íslandi.
„Risk factors for workplace sexual harassment and violence among a national cohort of women in Iceland: a crosssectional study“. Svava Dogg Jonsdottir, Arna Hauksdottir, Thor Aspelund, Johanna Jakobsdottir, Harpa Runarsdottir, Berglind Gudmundsdottir, Gunnar Tomasson, Unnur Anna Valdimarsdottir, Thorhildur Halldorsdottir, Edda Bjork Thordardottir. Lancet, 2022. Á ensku.
Grein í Lancet sem lýsir kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði á Íslandi.
Government Actions against Gender-based and Sexual Violence and Harassment 2020-2023. Government of Iceland, 2024. Á ensku.
Aðgerðaráætlun stjórnvalda til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi.
GREVIO Baseline Evaluation Report Iceland. The Council of Europe, 2022. Á ensku.
Skýrsla GREVIO vinnuhópsins um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi GREVIO hópurinn starfar á grundvelli Istanbúl sáttmálans.
Policy Brief on Iceland’s Roadmap for Ending Gender-based Violence by 2026. The Prime Minister Office and Ministry for Foreign Affairs, 2021. Á ensku.
Skýrsla sem lýsir 23 aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að framkvæmda til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, gefið út í tilefni af Generation Equality Forum.
A Global Milestone: Why Iceland’s 2019 Law on the Termination of Pregnancy is one of the most Progressive Abortion Laws in the World. Silja Bára Ómarsdóttir. Verfassungsblog, 2023. Á ensku.
Grein sem segir frá sögu þungunarrofs á Íslandi og lýsir núgildandi löggjöf.

