Femínísk samtök og upplýsingar

Femínísk samtök og upplýsingar

Krækjur í femínísk samtök og aðrar upplýsingar á vestnorræna málsvæðinu.

Danmörk

Árið 1871 var Kvenréttindafélag Danmörkur stofnað með það að markmiði að berjast fyrir réttindum kvenna til náms. Á níunda áratug 19. aldarinnar voru ýmis kvennasamtök stofnuð, og róttæka femíníska tímaritið „Hvad-Vi-vil“ kom fyrst út. Konur í Danmörku fengu kosningarétt árið 1915. Femínísk samtök hafa sögulega séð – og eru enn – mikilvægt hreyfiafl fyrir jafnrétti í Danmörku.

Hér fyrir neðan eru krækjur í femínísk samtök og aðrar upplýsingar í Danmörku.

Ordbog. LGBT+ Danmark. 
Orðabók og verkfræðakista frá LGBT+ Danmörku.

Rage
RAGE er alþjóðlegt og þverfaglegt femínískt tímarit sem kemur út á prenti og í stafrænu formi; miðill fyrir femíníska reiði og verkfæri til breytinga og aðgerða.

Amnesty International Denmark
Amnesty eru stærstu mannréttindasamtök heims. Yfir 65 þúsund félagar tilheyra Amnesty International í Danmörku.

Færeyjar

Sögulega hafa kvenfélög gegnt mikilvægu hlutverki í færeysku samfélagi. Færeyska kvenfélagið í Danmörku var stofnað árið 1944, árið 1952 var Kvenfélagið í Þórshöfn stofnað og hið sama ár kom fyrst út tímaritið Kvinnutíðindi. Femínísk samtök hafa gegnt lykilhlutverki til að tryggja aukið kynjajafnrétti í Færeyjum. Og starfinu er ekki enn lokið, þar sem við höfum ekki náð fullu jafnrétti.

Hér fyrir neðan eru krækjur í femínísk samtök og aðra aðila í Færeyjum.

Kvenfélagið í Þórshöfn
Kvenfélagið í Þórshöfn var stofnað árið 1952.

Kvinnufelagssamskipan Føroya, KFS
Regnhlífarsamtök fyrir öll kvenfélög í Færeyjum.

Frítt val
Samtök stofnuð árið 2017 með það að markmiði að berjast fyrir því að færeyska heilbrigðiskerfið bjóði öllum konum og fólki með leg upp á þungunarrof, öruggt og án aðgreiningar; enn fremur til að tryggja lagalega umgjörð þungunarrofs í Færeyjum. 

LGBT Føroyar
Félagssamtök fyrir hinseginfólk í Færeyjum sem hafa það að markmiði að auka vellíðan hinsegin fólks í samfélaginu.

Amnesty Føroyar
Samtök sem starfa að því að 30 greinar Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virt í Færeyjum og á heimsvísu.

Kyn
Kynfræðsla fyrir ungt fólk í Færeyjum; með það að markmiði að kynfræðsla sé byggð á rökum vísindanna og sé til þess ætluð að auka vellíðan og kynheilsu ungs fólks í Færeyjum.

Kvinnuhúsið
Kvennaathvarfið í Þórshöfn, hjálp fyrir konur og börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

Jafnréttisnefndin
Jafnréttisnefnd Færeyja er sjálfstæð nefnd undir Félagsmálaráðuneyti Færeyjar sem hefur það að markmiði að útrýma mismunun á grundvelli kysn.

Demokratia
Demokratia skipuleggur þverpólitískar aðgerðir til að auka þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á sviði stjórnmálanna, til að fjölga konum í færeyska þinginu og á sveitastjórnarstigi svo að þátttaka kvenna í stjórnmálum í Færeyjum sé jafn há og á öðrum Norðurlöndum.

Grænland

Hér fyrir neðan eru krækjur í femínísk samtök og aðra aðila í Grænlandi.

8. mars hópurinn
8. mars hópurinn eru grasrótasamtök sem starfa að jafnréttismálum. Hópurinn einbeitir sér að baráttunni gegn ofbeldi gegn konum.

Jafnréttisráð Grænlands
Jafnréttisráð Grænlands hefur það hlutverk að vinna að jafnrétti milli karla og kvenna í Grænlandi.

Ísland

Femíníska hreyfingin hefur verið undirstaðan að framförum á Íslandi frá því að fyrstu kvenréttindasamtökin voru stofnuð á nítjándu öldinni. Frá upphafi hefur íslenska kvennahreyfingin verið í sterkum tengslum við alþjóðlegu kvenréttindahreyfinguna.

Hér fyrir neðan eru krækjur í femínísk samtök og aðra aðila á Íslandi. 

W.O.M.E.N. 
W.O.M.E.N. eru samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, félagasamtök sem sinna hagsmunabaráttu fyrir konur og fólk af erlendum uppruna á Íslandi.

Kvenréttindafelag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907. Félagið vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og er aðili að alþjóðasamtökunum European Women’s Lobby (EWL) og International Alliance of Women (IAW).

Stígamót
Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Kvennusögusafnið
Kvennasögusafnið skráir, varðveitir og safnar heimildum um sögu kvenna á Íslandi. Safnið starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Kvennaathvarfið
Kvennaathvarfið býður uppá ráðgjöf og stuðning fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

Samtökin ’78
Samtökin ’78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og hefur starfað síðan 1978. Markmið þeirra er að allt hinsegin fólk óháð uppruna verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

ÖBÍ
ÖBÍ berst fyrir réttindum fatlaðs fólks. Markmið ÖBÍ er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Aðilarfélög ÖBÍ eru 40 talsins.

Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa er opinber stofnun sem annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála.