Jafnrétti kynjanna

Jafnrétti kynjanna

Upplýsingar um stöðu kynjajafnréttis á vestnorræna málsvæðinu.

Danmörk

Denmark var í 23. sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins fyrir kynjajafnrétti árið 2023, ólíkt öðrum norrænum löndum sem eru í efsta sæti á þeim lista. Þrátt fyrir þetta, trúir fólk í Danmörku að landið þeirra sé meðal þeirra bestu í jafnréttismálum. Konur í Danmörku glíma enn við fjölda áskoranna, bæði í kerfinu og í hversdagslífinu.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna og kynjajafnrétti í Danmörku.

Ligestillingsredegørelser. Ministry of the Environment and Gender Equality. Á dönsku.
Stöðuskýrslur stjórnvalda, gefnar út á þriggja ára fresti um stöðu jafnréttismála á landsvísu og sveitarstjórnarstigi.

Everyday sexism project. Á dönsku.
Vefsíða sem deilir frásögnum og reynslusögum af sexisma í Danmörku.

Færeyjar

Í rannsókn frá 2023 kemur í ljós að konur og karlar í Færeyjum eru ósammála um flest atriði sem koma að jafnrétti kynjanna. Það er munur á milli því hvernig kynin skilja, upplifa og sjá jafnrétti.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna og kynjajafnrétti í Færeyjum.

Women’s rights – at a glance. Javnstøðunevndin. Á ensku.
Bæklingur sem gefinn var út af Jafnréttisnefnd Færeyja.

Kyn, javnstøða og javnrættindi: Hvat halda føroyingar? Ein kanning um hugburð til javnstøðu í Føroyum. Hayfield, Albinus and í Skorini. 2023. Á færeysku.
Stór fræðirannsókn um kynjajafnrétti í Færeyjum og skoðun Færeyinga á kynjajafnrétti.

Jafnréttisráð Færeyja. Á færeysku og ensku.
Vefsíða Jafnréttisráðs Færeyja um kynjajafnrétti í Færeyjum. Greinar á færeysku og ensku.

Grænland

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna og kynjajafnrétti í Grænlandi.

Jafnréttisráð Grænlands
Jafnréttisráð Grænlands hefur það hlutverk að vinna að jafnrétti milli karla og kvenna í Grænlandi.

Examining Gender Equality in Greenland in the Last Thirty Years: An Investigation through the Lens of the CEDAW Convention’s Examinations. Siff Lund Kjærgaard. Sibirica: Interdisciplinary Journal of Siberian Studies, 2023. Á ensku.
Vísindagrein sem fer yfir stöðu kvenna og kvenréttindi í Grænlandi út frá gögnum sem skilað hefur verið til kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, CEDAW.

Inatsisartutlov nr. 3 af 29. november 2013 om ligestilling af mænd og kvinder. Á dönsku.
Grænlensk lög um jafnrétti milli karla og kvenna frá 2013, birt á vefsíðu Jafnréttisráðs Grænlands.

Indigenous peoples in Kalaallit Nunaat (Greenland). Qivioq Løvstrøm. IWGIA, 2022. Á ensku.
Grein um stöðu kvenna í Grænlandi eftir Qivioq Løvstrøm, formann Mannréttindaráðs Danmerkur.

Kend de grønlandske kvinders historie. Myndband frá Visit Greenland. Á grænlensku og ensku.
Stutt myndband sem segir frá sögu kvenna og stöðu þeirra í grænlensku samfélagi síðustu 100 árin.

Ísland

Ísland hefur verið í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins fyrir kynjajafnrétti síðan 2009, en það þýðir ekki að Ísland sé land þar sem fullkomið jafnrétti ríkir. Konur á Íslandi glíma enn við ýmsar áskoranir og ójafnrétti ríkir enn á öllum sviðum samfélagsins.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stöðu kvenna og kynjajafnréttis á Íslandi.

Equality. Stjórnarráðið. Á ensku.
Vefsíða Stjórnarráðsins með upplýsingar á ensku um stöðu jafnréttismála og krækjur í núgildandi löggjöf.

Women’s History. The Women’s History Archives. Á ensku.
Vefsíða Kvennasögusafns Íslands með upplýsingar um sögu kvennabaráttunnar, kvennafrísins og annarra áfanga í sögu kvenna á Íslandi.